Nú er komið að næstu ferð kæru félagar en þá ætlum við á
Hvolsvöll, sem er Útilegukortasvæði, og þurfa þeir sem það hafa, eingöngu að borga 100 kr
Steingrímsgjaldið, eins og allir kalla það. Aðrir þeir sem ekki hafa kortið
borga 700 kr pr mann pr. nótt og er 100 kr gjaldið inn í því verði.
Rafmagn er einungis í 14 tenglum og verið er að athuga með
að bæta við tenglum og kostar rafmagnið 600 kr. pr. sólahring.
Laugardaginn 16. júní verður skottast til Eyja og verður
rútan komin á svæðið kl. 15. en sigling frá Landeyjarhöfn verður kl 16:00 Sætið(þ.e Rúta+Sigling) kostar kr. 2.500.-(Staðfest verð)Athugið að verður að skrá sig í ferðina. Áætlað er að
sigla frá Eyjum kl 23. Við fáum leiðsögn um eyna og sjálfsagt margt hægt að
gera og skoða. Skráning verður fram á fimmtudag 14. júní og vonum við að sjá
ykkur sem flest. Allir velkomnir, líka þeir sjóveiku sem treysta sér ekki í
sjóferðina. Biðjum við ykkur sem koma í ferðina að hafa aurana tilbúna, því
rukkað verður í rútunni. Skráning verður sem hér segir: Hjá Soffíu formanni gsm félagsins 896 – 5057 eða á netfangi félagsins husbill@husbill.is og hjá Önnu ferðanefnd í símum: 567 2821 & 848 9241