Verðið í ferðina er sem hér segir:Félagsmenn 18 ára og
eldri greiða kr. 3.500 kr. pr mann. Gestir greiða kr. 4.500 pr. mann. Það
væri mjög gott að allir væru með gjaldið tilbúið það flýtir svo fyrir
afgreiðslu.
Föstudagur 25. maíVið komuna í Þykkvabæ fá félagsmenn afhenta miða í Hvítasunnukaffið
og blað með gátum , einnig verða gátur í Stóru ferð og lokaferð. Sá sem er með allar
gáturnar réttar fær verðlaun á Árshátíð. Nýja söngbókin verður til sölu.
20:00 – 21:00 – Gönguferð ef einhver hefur áhuga á.
21:30 – 22:30 – Hátíðin sett. Hittumst upp í húsi og tökum lagið saman.
22:30 – 24:00 – Svo munu hljóðfæraleikararnir okkar skemmta okkur um stund eða settur diskur undir geislann og dansað.
Laugardagur 26. maí
10:30 – 12:00 – Gönguferð um svæðið og kartöfluverksmiðjan heimsótt
12:00 – Félagsheimilið opnað fyrir markaðsundirbúning*
13:00 15:00 – Markaður í Félagsheimilinu. Reynt að finna pláss fyrir Bridgespilarana okkar
16:00 – Spilað Bingó (bingóspjöld verða seld á markaðnum)
19:00 – 22:00 – Eurovisonpartý upp í húsi allir að mæta og taka þátt í stuðinu. Snakk verður á staðnum en fólk má koma með ídýfur osta og eitthvað sem því dettur í hug.
22:30 – 03:00 – Dansleikur. Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi.
Sunnudagur 27.maí, (Hvítasunnudagur)
Gátum skilað í kassa í anddyri félagsheimilisins fyrir kl. 13:00
13:00 – 14:00 – Félagsvist *Eftir félagsvist: Stilla upp fyrir kaffið*
15:00 – Hvítasunnukaffið.
20:30 – 21:30 – Sýnd stuttmynd í boði fyrrverandi skemmtinefndar
21:30 22:30 – Spurningaleikurinn Útsvar
22:30 23:00 – Allir saman nú hver syngur með sínu nefi
23:00 24:00 – Danslög leikin af hljómplötum.
Mánudagur 28. maí, (Annar í Hvítasunnu)
12:00 – *Hjálpa til við frágang í Félagsheimili*

Takk fyrir helgina og góða ferð heim !