Laugaland í Holtum 17.-19.ágúst.

Ágætu félagar, næsta ferð Félags
húsbílaeigenda er um næstu helgi að Laugaland í Holtum 17.-19.ágúst.
 Skjólsælt og gott FJÖLSKYLDUTJALDSVÆÐI.
Á tjaldstæðinu er mjög góð aðstaða fyrir
börn og unglinga. Tveir sparkvellir eru á staðnum, einn gervigrasvöllur og einn
malarvöllur. Leikvöllur er á svæðinu, sundlaug með heitum pottum, rennibraut og
gufa. Dagskráin fyrir helgina fylgir hér með (sjá neðar) Við höfum afnot af
húsinu frá föstudegi til sunnudags.               
Verð fyrir félagsmann er k.r 2.500 kr.
pr. mann helgin 18.ára og eldri, gestir greiði 3.000 kr. pr. mann 18.ára og
eldri.
Tjaldsvæðið að Laugalandi í
Rangárvallasýslu er í um 6 kílómetra frá þjóðvegi 1 og er beygt hjá
Landvegamótum upp Landveg nr. 26, sama afleggjara og að Galtalækjarskógi.
Vegalengd frá Selfossi er 35 km og frá Reykjavík eru 90 km.
Þið getið farið inn á tjalda.is og valið
Suðurland og skoðað tjaldstæðið að Laugarland.
Endilega prentið út dagskrána ef þið
viljið hafa hana í bílnum hjá ykkur.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest,
stjórn, ferða-og skemmtinefnd, Félags húsbílaeigenda.
Smellið hérna til að sjá dagskrána

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *