Afmælisárið 2013

Ágætu félagar.Nú er komið árið 2013 afmælisár félagsins, já félagið verður 30 ára en það var stofnað 27. ágúst 1983 og eins og búið er að auglýsa verður afmælisins minnst helgina 23.-25. ágúst n.k. með veglegri afmælisveislu á laugardagskvöldinu 24. ágúst í Íþróttahúsinu í Garði.FÉLAGSGJALD 2013
Nú er
komið að því að greiða hið árlega félagsgjald sem er 5.000,–kr. inn á
reikning félagsins 0542-26-276 kt. 681290-1099, látið koma fram
kennitölu þess sem greiðir og ef þið getið, nr. bíls.

Eftir 11. mars n.k. munum við senda út gíróseðla og þá bætist við 350,–kr. innheimtukostnaður sem er bankakostnaður.

Félagsgjaldið
2013 þarf að vera búið að greiða fyrir 1. maí n.k. ef félagi hefur
ekki greitt fyrir þann tíma getur hann misst númerið sitt.

GÓUGLEÐI

23.feb.n.k.
verður Góugleði haldin í Félagsheimili Fáks í Víðidal. Hljómsveitin
„Bara tveir“ leika fyrir dansi, nánari dagskrá verður send inn á
heimasíðuna í lok janúar, fylgist með. Það verður gaman að hittast
félagar góðir, takið daginn frá.

FÉLAGATALIÐ

Nú er
stjórn farin að huga að félagatalinu og bið ég ykkur sem þurfið að koma
leiðréttingu inn í félagatalið að senda mér tölvupóst um allar
breytingar fyrir 15.feb. n.k. svo hægt sé að koma því rétt inn í
félagatalið 2013.

Eins ef þið viljið auglýsa í félagatalinu þá
endilega hafið samband við okkur í stjórninni og endilega segið vinum og
vandamönnum sem þurfa að koma auglýsingu til birtingar að félagatalið
okkar er fínn miðill til þess.

Eruð þið með einhverjar tillögur
að efni í félagatalið sem ykkur finnst að þurfi að vera þarna inni
umfram það sem hefur verið í félagatalinu, endilega komið með ábendingar
sem fyrst eða fyrir 20.feb. n.k. sendið á husbill@husbill.is

Með kæri kveðju
f.h. Stjórnar, ferða-og skemmtinefndar

Soffía G. Ólafsdóttir
formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *