Áramótakveðja 2013

Kæru félagar, bestu nýárskveðjur til ykkar allra, megið þið eiga yndisleg áramót í faðmi fjölskyldu, vina og ættmenna. Nú er daginn tekið að lengja og fyrr en varir verður komið sumar.Hittumst hress á nýju ári 2013 sem er afmælisár okkar góða félags, Félags húsbílaeigenda.Sendum ykkur þetta fallega ljóð í tilefni áramótanna: ÁramótasöngurUpp skal hefja áramótasöng,af öllu hjarta þakka liðið ár,“þó að leiðin stundum væri ströngog stundum féllu af augum sorgartár”. Munum líka marga glaða stund.Minnumst þess er sólin fögur skein“við fuglasöng og blómum gróna grund,hvar glitrar daggarperlan hrein – svo hrein”. Glöð svo fögnum ári nýju núí nafni hans sem fer með æðstu völd.“Iðkum kærleik, ást og von og trúog uppskeran mun verða þúsundföld”. (Ljóð: Pétur Björgvin Jónsson – Samið 1957) Áramótakveðjur. Sjórn, ferða-og skemmtinefnd Félags húsbílaeigenda.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *