Hér með tilkynnist það að Bergur Haukdal nr. 791 hefur hætt sem netstjóri, við þökkum Bergi fyrir hans vinnu fyrir félagið það er ómetanlegt þegar félagarnir gefa kost á sér í vinnu fyrir félagið. Við óskum Bergi og Rebekku og litlu Júlíönu Rós, innilega til hamingju með litlu dótturina sem fæddist núna í júní og óskum þeim alls hins besta og vonumst til að sjá ykkur í ferðum í sumar.
Um leið bjóðum við velkomna til starfa sem netstjóra Ásdísi Pálsdóttur nr. 404, það eru margir sem þekkja Ásdísi og Ástvald (Valda) en þau hafa verið í félaginu síðan 2004.
Eins og áður ef þið þurfið að koma einhverju á framfæri s.s. auglýsingum eða öðrum skilaboðum þá sendist tölvupóstur á netstjori@husbill.is
Með kveðju.
Soffía G. Ólafsdótir, formaður Félags húsbílaeigenda