Við viljum vekja athygli þeirra sem eiga húsbíl og eru ekki í Félagi húsbílaeigenda að nú er kjörið tækifæri að ganga í þennan skemmtilega félagsskap.
Á aðalfundi félagsins er kosinn sjö manna stjórn, fjögurmanna ferðanefnd og fjögurmanna skemmtinefnd. þessir fulltrúar sjá um að stjórna félaginu, skipuleggja ferðir félagsins og undirbúa skemmtanir félagsins.
Félagið stendur fyrir ýmsum skemmtunum yfir árið, á þessu ári voru það átta skipulagðar ferðir og uppákomur sem félagið stóð fyrir. Má þar nefna góugleði , óvissuferð, hvítasunnuferð, helgarferðir ,árshátíð á Hótel Örk og síðast en ekki síst er það stóra ferðin sem er níu daga ferð og er hún yfirleitt farinn um miðjan júlí s.l sumar var farið á Norð-vesturland. Í ár varð félagið 30 ára og var haldinn stórveisla í íþróttarhúsinu í Garðinum þar mættu um fjögurhundruð manns. Að síðust ætlar félagar að hittast í þann 7 des í aðventukaffi.
Í ferðum okkar er yfirleitt dagskrá og oft heilmikið um að vera, spiluð félagsvist , bingó, skemmtiatriðin er oft heimatilbúin og stundum aðkeypt.Innan félagsins er hljóðfarleikara sem halda upp stuð og stjórna og fjöldasöng , einnig eru haldnir dansleikir með aðkeyptum hljómsveit Félagið er með með afslætti hjá hinum ýmsum fyrirtækjum sjá nánar á heimasíðu okkar http://www.husbill.is/
Ef þið viljið gerast félagar núna þá farið þið hér inn gerast félagi http://www.husbill.is/forums/user/register
Stofngjald er aðeins 1.500kr innifalið er númer, félagsmerki, félagsskírteini, afmælisblaðið, og félagatalið 2013.
Er þetta ekki einmitt félagsskapurinn fyrir þig, láttu á það reyna.
Mjög góð vináttubönd hafa myndast í þessum félagskap.
Hlökkum til að sjá þig, stjórn, ferða-og skemmtinefnd Félags húsbílaeigenda.