Dagskrá Árnes

Lokaferð og árshátíð Árneso 26. – 28. september 2014
Föstudagur 26. september “heimskur er hattlaus maður””Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatt þá daga að viðlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/viðburði á vegum félagsins”

Kl. 21.00 Lokakeppnin í Útsvari – kíkt í söngbókina og þeir sem eru í stuði þenja hljóðfærin sín.Liðin sem keppa til úrslita í Útsvari eru: Ferðanefndin og Hlíðar og co. Félagar hvattir til að koma með hljóðfæri spila undir söng úr söngbók félagsins. Happadrættismiðar verða til sölu hjá skemmtinefnd. Glæsilegir vinningar og aðeins dregið úr seldum miðum. Upplag miða er 400 og kostar miðinn 200 kr (fyrir 1000 kr er hægt að fá 5 miða) Andvirði vinninga eru um 250.000 kr.
Laugardagur 27. september Kl. 10.00 – 18.00. Neslaug opin.Um Árnes: Árnes er eyja í Þjórsá. Af henni er nafn sýslunnar dregið, Árnessýsla. Í eyjunni er talið að þingstaður Árnesinga hafi verið að fornu enda sér þar mannvirki sem benda til dómhrings. Þar eru og klettaborgir sem heita Gálgaklettar og bendir nafnið til aftökustaðar. Þinghóll er þar einnig.Austan við Árnes fellur Árneskvísl, vatnslítil. Í henni er Hestafoss. Megináin fellur að vestanverðu. Í henni er Búði eða Búðafoss við efsta horn Árnessins, í honum er laxastigi. Við hann, vestan ár, eru margar búðatóttir og hefur þar sýnilega lengi verið þingstaður fyrrum.Allar líkur benda til að Árnes hafi fyrrum verið fast við vesturlandið en Þjórsá síðan brotist fyrir vestan það og þá skilið að þingstaðinn með dómhringum og búðirnar. Allar minjar þar eru friðlýstar. Félagsheimilið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi dregur nafn sitt af eyjunni.Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995.
Kl. 19.00 Félagsheimilið opnar með fordrykk í boði félagsinsKl. 20.00 Þriggja rétta hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá.Veitt verða verðlaun fyrir Útsvar og samanlagða félagsvist sumarsins.Dregið verður í happadrætti.Jógvan Hansen og Friðrik Ómar skemmta.Annáll – Söngur – Gedduverðlaun. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi til kl. 02.00
Sunnudagur 28. september*Kl. 12.00 Hjálpumst við frágang í Félagsheimilinu og muna að skrifa í gestabókina.Skemmtinefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskránni sjái hún ástæðu til !

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *