Aðalfundurinn laugardaginn 11.okt. n.k. kl. 14:00

Kæru félagar. 
 Ég vil þakka öllum þeim em komu í Lokaferðina/Árshátíðina
að Árnesi kærlega fyrir samveruna, þetta var frábær helgi sem tókst vel í alla
staði, þökk sé ykkur félagar. Eins vil ég þakka öllu því duglega fólki sem er í
stjórn, ferða- og skemmtinefnd og hefur unnið gífurlega gott starf til að láta allt
ganga upp í þessari ferð og í allt sumar, hafið þökk fyrir ykkar störf.

 Nú ættu allir að vera búnir að fá fréttabréf september í
hendurnar en þar er t.d. auglýstur aðalfundur félagsins og breyting á tveimur
liðum í 9.gr. laga félagsins d-lið og e-lið, sjá fréttabréf.

 Aðalfundurinn er laugardaginn 11.okt. n.k. kl. 14.00
(ath. tíminn datt niður í fundarboðinu sem fylgdi fréttabréfinu en minnst er á
aðalfundinn í miðju bréfsins og þar er tíminn tilgreindur) fundurinn verður
haldinn í sal Gerðaskóla, Miðgarði,  í
Garði. Kaffiveitingar að fundi loknum.

Ef veðrið verður gott er tilvalið að koma á húsbílunum,
það er tjaldstæði við Íþróttahúsið og eitthvaðer af rafmagni þar og svo er líka
hægt að vera út við Garðskaga.
 Úr stjórn hverfa núna Soffía G. Ólafsdóttir formaður, nr.
24  Páll Þorsteinsson, varaformaður,nr.
377 Ragna Helgadóttir, ritari, nr. 202 Hlíðar Sæmundsson, varamaður,nr. 2.

 Þegar þetta er skrifað hafa gefið kost á sér í stjórn
Anna Pálína Magnúsdóttir til formanns, nr. 595, Ágústa Hálfdánardóttir, nr.696,
Sigurbjörg Einarsdóttir, nr.377, Herdís Halldórsdóttir nr. 312, Sigtryggur
Hafsteinsson, nr. 40.  Úr ferðanefnd hverfa Anna M. Hálfdánardóttir nr. 165,
Hrafnhildur Ó. Sigurðardóttir nr. 698.  Eftirtaldir aðilar bjóða sig fram í ferðanefnd Ásgeir M.
Hjálmarsson nr. 712, Árni Óskarsson nr. 65, Ingibjörg Jónatansdóttir nr. 799,
Ásgerður Ása Magnúsdóttir, nr. 501. Úr skemmtinefnd hverfa þau fjögur seem hafa skipað hana
s.l. ár þau Elín Íris Jónasdóttir og Daði Þór Einarsson nr. 233, Halldóra
Gunnarsdóttir og Einar V. Guðnason nr. 392

 Í skemmtinefnd hefur boðið sig fram Árni Björnsson, nr.
383 og enn vantar 3 aðila til að vera í skemmtinefndinni, ég vona að einhver í
félaginu sjái sér fært að koma í skemmtinefndina, hafið samband við formann sem
fyrst.

 Sjáumst sem flest á aðalfundinum

 Með bestu kveðjum f.h. stjórnar, ferða-og skemmtinefndar
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.

   

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *