AÐALFUNDUR FÉLAGS HÚSBÍLAEIGENDA;
verður haldinn 11.okt. 2014 kl. 14.00 í sal Grunnskólans í
Garði.
Dagskrá aðalfundar:
1) Formaður setur fundinn og gerir tillögu um fundarstjóra.
2) Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og kynnir dagskrá
fundarins.
3) Formaður flytur skýrslu stjórnar.
4) Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
5) Umræður um skýrslu formanns og reikninga félagsins
6) Ákvörðun félagsgjalda.
7. Lagabreytingar.
8. Kosningar í stjórn og nefndir.
9. Önnur mál
Lög félags húsbílaeigenda
Tillaga að breytingum á tveimur liðum í 9 gr. laga d) og e) liðum
d) Fjórir félagar að minnsta kosti skulu kosnir í skemmtinefnd til 1 árs í senn, hér verði breyting til 2ja ára í senn
e)Fjórir skulu kosnir í ferðanefnd til 1 árs í senn.
Að auki situr í henni einn stjórnarmaður, hér verði breyting til 2ja ára í senn annað óbreytt.
Fara úr 1 ári í 2 ár í báðum þessum liðum. Þar sem verið er að breyta þessum liðum
þá setjum við ákvæði til bráðabirgða sem gildir fram að næsta aðalfundi, eftir það verðu ávallt kosið til 2ja ára
í skemmti- og ferðanefnd.
Ákvæði til bráðabirgða.
Á aðalfundi félagsins 2014 skal kjósa 2 félaga til 1 árs í ferða-og skemmtinefnd og 2 félaga til 2ja ára í ferða-og skemmtinefnd.
Ákvæði þetta fellur úr gildi fyrir næsta aðalfund, og skal frá 2015 kjósa til 2ja ára í senn í báðar þessar nefndir
Kaffiveitingarað fundi loknum. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
F.h. Stjórnar, ferða-ogskemmtinefndar
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.