Hvítasunnan Goðalandi Fljótshlíð.
2.–5. júní 2017.
Dagskrá.
Verð fyrir helgina í Goðalandi er eftir farandi:
Fyrir félagsmenn kostar helgin 6.000 kr
Fyrir 14-18 ára unglinga kostar helgin 2.000 kr
Fyrir gesti kostar helgin 7.000 kr.
Föstudagur 2. júní:
Hattadagur!
Kl:21.00. Komum saman upp í húsi, syngja og spjalla saman. Söngbókin tekin fram og eru félagar kvattir til að koma með hljóðfærin sín. Höfum það bara gaman saman
Laugardagur 3. jún.
Kl: 11.00. Léttganga (stafaganga)
Kl: 13.00. Markaður. Félagar er hvattir til að koma og vera með sölubása.
Kl: 16.00. Ólumpíuleikar Félags húsbílaeigenda. Léttir leikir sem allir geta takið þátt í.
Á laugardeginum mun skemmtinefndin ganga um svæðið og selja happadrættismiða. Miðinn kostar 250 kr. Bara tekið við peningum, ekki posi.
Kl: 21.00 komum saman upp í húsi, þá verður dregið í happadrættinu, flottir vinningar í boði.
- Gjafabréf frá Gaman ferðum, upp á 15.000 kr..
- Gjafabréf frá Kemi, upp á 10.000 kr.
- Gjafabréf frá Wurth, upp á 5.000 kr.
- Gjafabréf frá Mótorstillingu ehf upp á 10.000 kr
- Gjafabréf frá Dekkjaþjónustunni ehf upp á 10.000 kr.
- Bón og hreinsivörur frá Kvikk fix.
- Matarstell frá Víkurverk að andvirði 11.000 kr.
- Sjónvarpsstaska og hreinsiefni í WC frá Útilegumanninum.
- 12 volta Coffeemaker frá Rotor ehf.
- Bónvörur frá Olís.
Kl: 23.00 koma stuðboltarnir Stulli og Danni og spila fyrir dansi og verður dansað til kl: 02.00
Sunnudagur 4. júní.
Kl: 13.00 Félagsvist
Kl: 15.00 Hvítasunnukaffið
Kl: 20.00 Dregið í bílahappadrættinu. A.t.h. ef viðkomandi er ekki í húsi, verður dregið aftur.
Verðlaun afhent fyrir ólumpíuleika og félagsvist.
Svo hjálpumst við saman við að ganga frá húsinu á mánudeginum. Muna eftir að skrifa í gestabókina.
Fyrir hönd stjórn og nefnda.
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður