Aðalfundur. Gisting með húsbílana.

Kæru féklagar.

Ég veit að það eru nokkrir sem ætla að koma á húsbílunum sínum upp á Akranes, á aðalfund félagsins.

Ég hafði samband við starfsmanninn sem sér um tjaldstæðið. 
Hún tjáði mér eftirfarandi.

Tjaldstæðið var lokað 1. október, en okkur/ykkur er velkomið að vera þar fyrir 1.500 kr yfir helgina.

 

Svo talaði ég líka við húsvörð Fjölbrautarskólans, okkur/ykkur sem komið á húsbílunum er velkomið að vera á malarplaninu sem er beint á móti skólanum, endurgjaldslaust, þetta plan tilheyrir Fjölbrautarskólanum. 

Hlakka til að sjá ykkur sem flest á aðalfundinum.

Kv Anna Pála

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *