Verndaðu bílinn gegn öskufalli – þú færð ekkert út úr tryggingunum ef hann skemmist!

Áttu bíl, fellihýsi eða tjaldvagn sem liggur undir skemmdum vegna öskufalls eða annarra afleiðinga af eldgosinu í Eyjafjallajökli? Mundu þá að tjón á þessum eignum er á þína ábyrgð. Tryggingafélög bæta ekki skemmdir af völdum náttúruhamfara. Það gerir viðlagatrygging en undir hana falla eignir sem eru brunatryggðar, svo sem húseignir, ekki lausafé á borð við bíla, fellihýsi eða tjaldvagna.

Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar hf. hóf í gærkvöld að birta auglýsingar þar sem bíleigendur eru minntir á að aska geti farið illa með bifreiðar og best sé að geyma þær inni í bílskúr ef hætta er á að þeir verði fyrir öskufalli ella.
Sigurður Geirsson, verkfræðingur á tjónasviði tryggingafélagsins, segir að félagið vilji sýna samfélagslega ábyrgð með auglýsingunum. \“Við viljum fyrst og fremst í forvarnarskyni opna augu fólks við aðstæður sem þessar og minna það á að verja eigur sínar sem ekki eru tryggðar.\“

Sigurður segir að það sé sjálfsagt og eðlilegt að tryggingafélög miðli af reynslu sinni og þekkingu með þessum hætti, geti það orðið til þess að draga úr eignatjóni og fjárhagslegum skakkaföllum fólks
Fengið að láni á: pressan.is

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *