1. ferð sumarsins 7. – 9. maí 2010, að Félagsgarði í Kjós.Þá er nú alveg komið að því að fyrsta ferðin renni upp en það er eftir 3 daga, spáin er þokkaleg, einhver súld á að vera en enginn er verri þó hann vökni. Veðurguðirnir lofa okkur mun betra veðri en var á síðastliðnu ári.Gjald fyrir félagsmenn (sem greitt hafa árgjaldið) er 1.000 kr, pr. mann 18.ára og eldri.Gjald fyrir gesti er 1.500 kr. pr. mann 18.ára og eldri.Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjaldið greiða eins og gestir en geta greitt árgjaldið hjá formanni.Við viljum biðja ykkur vinsamlegast að hafa aðganseyrinn tilbúinn í reiðufé það flýtir svo fyrir afgreiðslu.Við viljum biðja þá sem eru með doppur í glugganum, sem þið fenguð í fyrra, að fjarlægja þær, nú eru komnar nýjar doppur
Dagskráin er eftirfarandi, Föstudagur 7.maí.
Húsið er opnað strax og ferðanefnd er komin á staðinn.
Föstudagurinn er frjáls enda fólk að koma á svæðið fram eftir kvöldi.
Kl. 21.00 hittast allir uppi í húsi og við biðjum alla hljóðfæraleikara sem eru á svæðinu að gjöra svo vel og koma með hljóðfærin sín upp í hús, stilla saman strengi og spila af fingrum fram og hinir syngja og dansa allt eftir hvað andinn býr í brjóst. Svo þegar hljóðfæraleikararnir vilja hætta þá verður leikin músik af hljómplötum.
Allir sem mæta fara í pott ( félagsmenn númer bíla, gestir, eitt nafn á bíl) og verða dregnir út tveir vinningar á laugardagskvöldið.
Laugardagur 8. maí.
Kl. 11.00 – Ratleikur fyrir alla fjölskylduna, mæting í félagsheimilinu. Gert er ráð fyrir að þetta taki u.þ.b. klukkutíma.
Kl. 12.00 – Kjötsúpa í boði Eggerts hjá Lykilbílum.
Kl. 13.30 – Félagsvist
Kl. 17.00 – 19.00 – Yngri kynslóðin getur spilað sína tónlist í Félagsheimilinu og rætt málin eins og þau vilja.
Kl. 21.00 – Verðlaunaafhending.
Kl. 21.15 -23.00 – Spilað fyrir dansi og þarna biðlum við til hljóðfæraleikarana okkar, dönsum syngjum og spjöllum og höfum gaman saman.
Eftir kl. 23.00 – Spiluð danstónlist af diskum.
Sunnudagur 9. maí.
Heimferð eftir höfði hvers og eins en munið ágætu félagar að fara ekki of snemma af stað, ef þið hafið neytt áfengis kvöldið áður.
Við bendum ykkur á að um 1,6 km. frá Félagsgarði er Félagsbúið að Hálsi í Kjós, þarna eru seldar afurðir beint frá býli. Það er opið þarna um helgina eins og hér segir:
Föstudag, frá kl. 16.00-20.00.
Laugardag og sunnudag frá kl. 14.00-18.00
Þannig að ef þið hafið áhuga þá endilega kíkið til þeirra, þau eru með hamborgara, pylsur, kjöt á teini og nautakjöt í ýmsum gerðum, sjón er sögu ríkari. Passið ykkur bara á umferðinni ef þið farið gangandi, já að sjálfsögðu líka keyrandi..
Svo vonum við að þessi fyrsta helgi takist vel og allir komi með góða skapið með sér og skemmti sér og öðrum. Munum að maður er manns gaman.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Stjórn, ferða-og skemmtinefnd Félags Húsbílaeigenda.