Næsta ferð á vegum félagsins er Hvítasunnuferðin, sem farin verður að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Þessi ferð er ætíð vel sótt og mikið í hana lagt og er dagskrá hennar sem hér segir:Föstudagur 21. maí:Blöð með fyrripörtum afhent við skráningu inn á svæðið. (eitt blað á bíl)22:00 – Skemmtunin sett | 22:15 – Félagsmenn hvattir til að koma með hljóðfærin sín upp í Félagsheimilið, spila saman og endilega hafið söngbækurnar með.23:00-01:00 – Stefán G. Óskarsson leikur fyrir dansi og Félagsmenn sem vilja leika með í upphafi dansleiks.
Laugardagur 22. maí:
13.00 – Útileikir og hestar fyrir börn.
13:0015:00 – Markaður í Félagsheimilinu (Undirbúningur hefst kl. 12.00)
16:00 – Allir koma út og kíkja upp í himininn eftir karamellum.
17:0019:00 Yngri kynslóðin getur spilað sína tónlist í Félagsheimilinu og rætt málin.
22:0002:00 – Hljómsveitin Blek og byttur leikur fyrir dansi og þeir óska eftir að Félagsmenn leiki með í upphafi dansleiks. Sjón er sögu ríkari.
Sunnudagur 23. maí: (Hvítasunnudagur)
Blöðum, með botnuðum fyrripörtum, skilað í kassa, í anddyri Félagsheimilisins.
12:30 – Forsala á Bingó-spjöldum
13:00 – Félagsvist
15:00 – Kaffi og meðlæti í boði félagsins. Einnig seld Bingó-spjöld
16:30 – Bingó, margir góðir vinningar.
21:00 – Úrslit úr fyrripartasamkeppni kunngjörð, og einnig úrslit frá félagsvistinni.
21:15 – Hljómsveitin Félagsmenn leikur fyrir dansi.
23:00 – Danslög leikin af hljómplötum.
Mánudagur 24. maí: (Annar í Hvítasunnu)
Húsbílafélagar hjálpa til við frágang í félagsheimilinu.
Takk fyrir helgina og góða ferð heim !
Verð:
Verð fyrir helgina: Félagsmenn 18 ára og eldri kr. 2,000 pr. mann.
Gestir 18 ára og eldri kr. 3,000 pr. mann. Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjaldið 2010 greiða eins og gestir. Við viljum biðja ykkur ágætu félagar, vinsamlegast að hafa aðgangseyrinn tilbúinn í reiðufé, það flýtir fyrir afgreiðslu.
Foreldrar/forráðamenn barna sjái til þess að börn undir 14 ára aldri verði ekki í félagsheimilinu nema til kl. 24:00.