Kæru félagar nú styttist í fjölskylduferðina okkar á Hvolsvelli. Þó þetta sé útileguhelgi þá verður samt sem áður fjölskyldudagskrá á laugardeginum.
Að auki munum við vera með Bláhiminn (samkvæmistjaldið okkar) með okkur og munum setja það upp á föstudeginum, þar getum við hist og minglað og vonandi verða einhverjir af okkur frábærum spilurum á staðnum sem væru til í að spila fyrir okkur.
Á laugardeginum verður dagskráin eftirfarandi:
Kl. 12:00 bjóðum við í pylsupartí fyrir börn og fullorðna.
Kl. 13:00 leiktími með börnunum.
Kl. 15:30 Pálínuboð.
Verðið fyrir okkur félagsmenn og gesti á tjaldsvæðinu á Hvolsvelli er 1.900 kr. fyrir alla fullorðna pr. mann pr. nótt og frítt fyrir börn undir 16 ára aldri.
Gistináttaskattur innifalinn.
(Fullt verð 2.900 kr.)
Rafmagn 1.600 kr. Hlökkum til að sjá ykkur
