Fréttabréf 8.4.2023

Kæru félagar.

Þá skríður formaður undan hýði hér eftir amstur vetrarins, endapunktur þess var ferming Önnulísu okkar á pálmasunnudag. Nú horfum við til spennandi sumars og samveru með ykkur kæru vinir. Stjórn hefur unnið sína vinnu vel, auglýsinga söfnun gekk vonum framar, við erum afar ánægð með heildar summmuna þar. Félagatalið er glæsilegt að venju.

Ferðafundur verður haldinn þann 23 apríl kl. 14:00 í Félagsheimili Harðar í Mosfellsbæ. Jón Pétursson slökkviliðsmaður mætir og verður með kynningu á brunavörnum áður en formlegur fundur hefst með framhalds aðalfundi um reikninga frá síðasta aðalfundi. Mjög àhugaverður fyrirlestur og verkleg kynning úti á slökkvi tækjum ef veður leyfir. Kaffi veitingar að loknum fundi.

Skemmtinefndin er fáliðuð í ár vegna afar dræmra undirtekta við kosningu við Daði erum henni innan handar, ásamt rest af stjórn og að sjálfsögðu þeim Einari og Rúnu. ❤️

Þetta verður bara flott sumar hjá okkur á þessu fertugasta aldurs ári félagsins. Spennandi ferðir og glæsileg dagskrá í þeim ferðum sem eru hugsaðar þannig. Við getum varla beðið eftir að fá að kynna fyrir ykkur uppákomur sumarsins og fleira. Eitt getum við þegar sagt með sanni, það verður líf og fjör að venju, enda útilegur félaga í Félagi húsbílaeigenda engu líkar.

Við skulum samt kæru félagar staldra hér aðeins við. Þið sem eruð virk í ferðum félagsins og hafið ekki gefið kost á ykkur hugsið nú um hvort að þið getið lagt okkar góða félagi lið með skemmtilegu starfi. Skemmtinefnd tekur fagnandi á móti nýliðum.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *