Árshátíð í Árnesi 30. ágúst – 1. september

Föstudagur 30. ágúst.
Engin skipulögð dagskrá, en við erum með félagsheimilið á leigu alla helgina þannig
að við hittumst þar kl.21:00 og sjáum til hvað kvöldið ber í skauti sér.


Blöðin um óskir um að sitja saman verða í félagsheimilinu og biðjum við ykkur um
að fylla þau út og skila þeim í póstkassann okkar á föstudagskvöldið.


Laugardagur 31. ágúst.
13:00 – 14:00
Markaður
Happdrættismiðasala
Armbönd afhent


16:30
Skreyta borðin


18:30
Húsið opnar


19:00
Borðhald hefst. Veislustjórar, Hundur í óskilum
Dregið í happdrætti
Dregið í félagsnúmerahappdrætti
Afhending Gedduverðlauna


22:00 – 01:00 Dansleikur með hljómsveit Ara Jóns.

Matseðill:
Lambalæri og kjúklingur með gómsætu meðlæti og sósum.

Eftirrréttur og kaffi.


Við megum koma með okkar eigin drykki og auk þess verður barinn opinn til kl. 03:00.
Okkur í stjórn er það mikil ánægja að geta vegna góðrar fjárhagsstöðu félagsins okkar
greitt meirihluta kostnaðar vegna árshátíðarinnar í ár og sjáum okkur því fært að bjóða
hana frábæru verði.


Miðaverð á árshátíðina er 6.500 kr. fyrir félagsmenn og 7.500 kr. fyrir gesti.
Vinsamlegast greiðið inná reikning 0143-26-200073 kt. 681290-1099 og setjið
félagsnúmerið ykkar í skýringu.


Síðasti greiðsludagur er mánudagurinn 26. ágúst.
Greiðsla er sama og skráning.


Tjaldstæðið.
Fengum mjög ásættanlegt verð fyrir tjaldstæðið, 1.200 kr. pr. mann pr. nótt,
(gistináttagjald innifalið)


Rafmagn 1.000 kr. pr. nótt.
Staðarhaldari rukkar hvern og einn fyrir stæðið og og rafmagnið.


Hlökkum til að sjá ykkur
Kær kveðja,
Stjórn og nefndir.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *