Afmælisfagnaður

Kæru félagar.

Nú er komið að 30.ára  afmælisfagnaðinum okkar, sem verður helgina 23.-25.ágús n.k. við byrjum út við Garðskaga og hitum upp fyrir stóra daginn.

Aðgöngumiðarnir verða afhentir á föstudagskvöldinu ásamt merki helgarinnar.

Þið sem eigið eftir að greiða endilega drífið í því, leggið inn á reikning félagsins 0542-26-276  kt. 681290-1099  Félagsmaður 5.000,–kr. pr.mann.  Gestir   7.000,– kr. pr. mann.

Athugið að ennþá eru til miðar,  endilega ákveðið ykkur fljótt og sendið tölvupóst husbill@husbill.is eða hringið í síma 896-5057 og pantið, það má taka með sér gesti og gamlir félagar eru velkomnir.

Það má taka með sér drykki inn í húsið en jafnframt verður bar þarna inni og er hægt að kaupa þar á sanngjörnu verði fyrir þá sem vilja,  Björgunarsveitin Ægir í Garði og Knattspyrnufélagið Víðir sjá um þjónustu við okkur þetta kvöld. 

Hlökkum mikið til að sjá ykkur í hátíðarpússinu ykkar með hátíðarskapið í farteskinu.

f.h. Stjórnar  Félags húsbílaeigenda

Soffía G. Ólafsdóttir, formaður

Hér fylgir Dagskráin fyrir laugardagskvöldið 24.ágúst 2013:

Kl. 19.00 Húsið opnar með fordrykk í boði félagsins.

Stórsveit Suðurnesja leikur létt lög

Gestir setjast að borðum og þeir sem vilja geta hafið pöntun borðvíns. 

20.00 Veislustjórar bjóða gesti velkomna  Elín Íris Jónasdóttir og Daði Þór Einarsson, þau  skemmta  og leiða fjöldasöng.

20.15 Hátíðarkvöldverður þriggja rétta máltíð, forréttur, aðalréttur,  kaffi og konfekt.

Skemmtiatriðin verða á milli réttanna.

Skemmtiatriði nr. 1: Jóhannes Kristjánsson eftirherma 

Skemmtiatriði nr. 2: Birgir Haraldsson Gildrusöngvari með „Creedence Clearwater“  

21.30 Hátíðarræða formanns: Soffía G.Ólafsdóttir

Viðurkenningar og eftir það skemmtiatriði með harmonikku-og gítarspili.

22.00 Óperusöngararnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson skemmta. 

22.30 Dansleikur með hljómsveitinni Hafrót

03.00 Dagskrárlok.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *