Ítrekum um millifærslu á árgjaldinu

Ég vil þakka öllum þeim sem hafa greitt félagsgjaldið beint inn á reikning félagsins, um leið og ég hvet þá sem ekki hafa greitt ennþá að gera það á næstu dögum. 10 mars. n.k. munum við senda út innheimtuseðla og þá bætist við árgjaldið 250 krónur og er það sá kostnaður sem við þurfum að greiða fyrir þessa innheimtu pr/seðil. Ég vona að þið virðið þetta við okkur, við erum að reyna eins og við getum að lágmarka kostnað fyrir félagið, nota peningana sem inn koma í eitthvað skemmtilegt fyrir félagana.Innleggsreikningur okkar er 0542-26-276 Kt. félagsins er 681290-1099, og árgjaldið er kr. 4,000.-Félagatalið er í vinnslu og er unnið hörðum höndum að því að safna auglýsingum í bókina og er von okkar að félagatalið verði komið úr prentun fyrir ferðafundinn 20 mars. n.k. Ef þetta gengur allt eftir munum við afhenda þeim aðilum sem hafa greitt árgjaldið, fyrir árið 2010, félagatalið og félagsskírteinið á ferðafundinum.

Hittumst á ferðafundinum 20. mars n.k. kl. 14.00 í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.
f.h. Stjórnar Soffía G. Ólafsdóttir, formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *