Var að setja inn á tilboðssíðuna sérkjaratilboð frá Orkunni og Shell. Þau bjóða meðlimum í Félagi Húsbílaeigenda, nýjan Orkulykil með sérkjörum á bensínstöðvum Shell og Orkunnar. Sérkjörin tryggja félagsmönnum allar gerðir af eldsneyti og úrvalsþjónustu á góðum afslætti í hvert sinn sem greitt er með Orkulyklinum (eða Orkukorti) hjá Shell eða Orkunni um land allt.
Nýju sérkjörin miðast við afslátt af dæluverði og er sami afsláttur óháð greiðslumáta(debet/kredit).
Það er einfalt að ganga frá þessu fyrir félagsmenn og allar upplýsingar og leiðbeiningar í tilboðsskjalinu.[ Skoða Tilboðið ]