Búið að senda út aðgangs-upplýsingarnar á MITT SVÆÐI

Sælir félagar! Já þá er loksins búið að hefla af mestu agnúana af lokaða kerfinu og því er ég búinn að senda út aðgangs- upplýsingar þannig að þið getið skáð ykkur inn á lokaða svæðið(MITT SVÆÐI).  Ég útbjó líka skref fyrir skref leiðbeiningar um það hvernig bera skuli sig að því að skipta um Lykilorð og Aðgangsorð, og hvenrig skuli setja inn mynd í félagatalið og fl.

Á þessari myndasíðu er þetta ferli rakið í myndum og ætti því enginn að þurfa að vera í vandræðum með þetta, jafnvel þó að lítil eða engin tölvukunnátta sé fyrir hendi. Ég hvet ykkur öll til þess að setja inn mynd af ykkur og/eða bílum ykkar, nú eða af ykkur við bílinn ykkar, sem væri enn skemmtilegra. Sú mynd sem þið setjið inn í félagatalið verður einnig að smámynd sem fylgir t.d færslum ykkar á spjallborðinu.

Eins og gefur að skilja fá þeir einir þessar aðgangsupplýsingar sendar, sem eru með skráða e-mail addressu hjá félaginu.  Ef einhver ykkar hafið hinsvegar enn ekki sent félaginu ykkar e-mail addressu og/eða eruð búin að skipta um netfang og hafið því ekki fengið þær…, skuluð þið senda netstjóra netfangið ykkar(e-mail addressuna) hið fyrsta á netstjori@husbill.is og ég mun þá skrá hana inn og senda ykkur upplýsingarnar.

Munið svo að gefa ekki upp aðgangsorðið ykkar! – Kv. Steini

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *