Árshátíð/Lokaferð 2017

Sælir félagar.

Árshátíð/Lokaferð sem verður helgina 22-24 september n.k. í Laugalandi Holtum.

Verð pr. félagsmann er 7.000 kr. sama verð og búið er að vera undanfarin þrjú ár.

Panta hjá formanni í síma 896-5057, fyrir 19. sept.

eða netfang husbill@husbill.is.

Leggja svo greiðslu inn á reikning félagsins.

Banki 0552-26-6812 Kt: 681290-1099

Stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta og höfum það gaman saman.

Kv Anna Pálína formaður

Ferðanefnd vill koma eftirfarandi  til þeirra sem ætla í lokaferð/árshátíð að Laugalandi í Holtum,  að taka tillit til þess að skólar eru byrjaðir og þess vegna viljum við biðja fólk vinsamlegast að leggja ekki bílunum í bílastæði við húsið fyrr en eftir hádegi föstudaginn 22. September. 

Með vinsemd fh ferðanefndar

Ásgeir M. Hjálmarsson

Dagskráinn:

Föstudagur 22. september. Hattadagur.
Kl: 20. – 21. Skemmtinefndin selur happadrættismiða.
Miðinn kostar 250 krónur. Eingöngu verður tekið við peningum, Ekki posi á staðnum.
Aðeins dregið úr seldum miðum. Verðmætir og flottir vinningar.
Kl: 22.00. Söngbókin tekin fram og við syngjum mokkur lög. Félagar hvattir til að koma með hljóðfærin sín og spila undir.

Laugardagur 23. september.
Kl: 11.00 Létt stafaganga með Hafdísi Brands nr.394.
Kl: 14.00 Ólumpíleikar Félags húsbílaeigenda.
Seldir verða happadrættismiðar við innganginn áður en opnað verður inn í salinn.
Aðeins dregið úr seldum miðum. Verðmætir og flottir vinningar.
Þar á meðal:
1. Gjafabréf upp á 6.000 kr. frá Dekkjahúsinu.
2. Gjafabréf upp á 5.000 kr. frá Galito Akranesi.
3. Gjafabréf upp á 10.000 kr. frá Dekkjaþjónustinni.
4. Hæna úr leir frá Hafdísi Brands í skemmtinefndinni.
5. Vinningur fyrir dömu og herra frá Ullarkistunni.
6. Rauð kusa/belja frá Rolf Johansen og Co
7. Leyndó frá Álfagulli.
8. Gjafabréf upp á 5.000 kr. frá Wurth.
9. Gjafabréf frá Slippfélaginu, upp á 10 lítra af málingu.
10. Púðar frá Álnabæ Keflavík.
11. Gjafabréf frá Motorstillingu upp á 10. 000kr.
12. Ketill frá N1.
13. Gjafabréf upp á 20.000 kr. frá Pólýhúðun Kópavogi.
14. Gjafabréf upp á 5.000 kr. frá Galito Akranesi.
15. Hvít kusa/belja frá Rolf Jóhansen og Co.
16. Gjafabréf frá Slippfélaginu, upp á 10 lítra af málingu
17. Vinningur fyrir dömu eða herra frá Vinnufötum.
18. Gjafabréf upp á 20.000 kr. frá Pólýhúðun Kópavogi.
19. Gjafabréf frá Radíóraf upp á 20.000 kr
20. Ferðaspilari frá Símanum.

Kl. 18.30 opnar húsið m/fordrykk í boði félagsins.
Kl. 19.30 Þriggja rétta hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá.
Veislustjórn er í höndum skemmtinefndar félagsins og sjá þau að veita allar viðurkenningar, þar á meðal Gedduverðlaunin. Draga í happadrættinu og félagsnúmerum.
Kl: 22.00 Hljómsveitin Halógen leikur fyrir dansi, sjá um að allir dansi af sér skóna til kl. 01.00 um nóttina.

Sunnudagur 24. september.
*Kl. 11.00 Hjálpumst við frágang í Félagsheimilinu og muna að skrifa í gestabókina.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *