Skoðunardagurinn / Vogar 4.-6. maí.

 Skoðað verður laugardaginn 5. maí  í skoðunarstöð Frumherja  Njarðargötu 7,  260 Reykjanesbæ.             

Skoðun hefst kl: 09.00 og kostar 7.400 kr.

Gegn framvísun á félagsskírteini 2018.

Ykkur er heimilt að leggja fyrir utan skoðunarstöðina aðfaranótt laugardagsins.

Eftir skoðun verður haldið í Voga á Vatnsleysuströnd og verðum við þar, það sem eftir er helgarinnar.

Við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt, meðan við dveljum þar.

Kl: 16.00 á laugardeginum verður spilað Útibingó, ef veður leifir, spjaldið kostar 600 kr. Flottir vinningar að vanda.                  

Svo þegar allir eru búnir að grilla og vaska upp eftir kvöldmatinn þá verður flöskuleikurinn spilaður.

Svo njótum við þess að hafa það gaman saman.

 Útilegukort.  

Tilboð til félaga í Félagi húsbílaeigenda.

Gisting=> 800 kr. pr. mann + gistináttagjald.

Rafmagn 700 kr. pr. sólahringinn.                                                                         

Hér gera allir upp hjá staðarhaldara. 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *