Ágústferðinnni, sem er gjaldfrí fyrir alla þá félaga sem greitt hafa árgjaldið fyrir 2010, er heitið að Logalandi í Borgarfirði. Ferðin er helgina 20. – 22. ágúst. Að Logalandi erum við svo heppin að hafa hús til afnota og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér þá aðstöðu sem við höfum aðgang að. Skemmtinefndin ætlar að treysta því að félagar verði duglegir að skemmta sér sjálfir og nefndin ætlar að njósna um félagana og sjá hvernig tekst til.
Föstudagur 20. ágúst
Félagar geta nýtt sér húsið til prjónaskapar, spila á spil og leikið á hljóðfæri, allt hvað ykkur dettur sjálfum í hug.
Laugardagur 21. ágúst
Kl. 13.00 Víkingaspilskeppni: Hver bill skráir sig til keppni á staðnum. Hámark 6 í hverju liði en skráð á einn bíl eða nota annað nafn. Tvö lið keppa í einu og það lið sem tapar fellur út en sigurliðið keppir seinna í riðlakeppninni til úrslita
Kl. 15.00 Boðið upp á meðlæti með kaffinu kleinur og muffins.
Kl. 16.00 Félagsvist
Kl. 21.00 Dagskrá í Félagsheimilinu: Söngæfing úr söngbók félagsins og þeir sem eru með hljóðfæri koma með og leika undir. Úrslit og verðlaunaafhending fyrir Víkingameistarana. (spilað fyrr um daginn) Dregið í bílahappdrætti. Línudans og danstónlist leikin af diskum.
Sunnudagur 22. ágúst
Kl. 11.00: Allir hjálpa til við að ganga frá í Félagsheimilinu og skrifa í gestabók. Skemmtinefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskránni sjái hún ástæðu til:-)
Skemmtinefnd Húsbílafélagsins kom við á Mærudögum á Húsavík og var einn dagskrárliðurinn: Aðalfundur Hattafélags Húsavíkur Fyrir hönd félagsins óskaði skemmtinefnd eftir inngöngu í Hattafélag Húsavíkur Beiðnin var tekin fyrir á aðalfundi félagsins þar sem nefndin mætti eftir áður velheppnað hattaþema á lokakvöldi félagsins í stóru ferðinni. Beiðnin var samþykkt sem aukaðild í Hattafélagi Húsavíkur.
Í samþykktum félagsins segir m.a. í 4.gr. Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatt þá daga að viðlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/viðburði á vegum félagsins
Styrktaraðilar ágústferðarinnar:
BREYTING – LEIÐRÉTTINGAR!
Við viljum minna alla félagsmenn á árshátíðina okkar sem nú verður að Hótel Hvolsvelli laugardaginn 17. okt. n.k. – Vegna villna í verðum, kemur ný auglýsing um árshátíðina og þá með gleðilegri verðum:-)
Kveðja, Soffía