Lokaferðin er árshátíð félagsins sem haldin er helgina 23. – 25. sept. n.k. í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi, í sal skólans Hjálmakletti.
Dagskráin er sem hér segir:
Föstudagur 23. september.
Skemmtinefndin þarf afnot af sal skólans frá kl. 17.00 19.00 fyrir æfingar og undirbúning v/árshátíðar.
Er fólk kemur á staðinn fá þeir sem hafa skráð sig á árshátíðina barmmerki sem jafnframt er aðgöngumiði að helginni, vinsamlegast hafið merkið á ykkur svo dyraverðirnir sjái að þið séuð búin að borga.
Einnig fá allir gátublað það þriðja í röðinni í sumar.
Kl. 20.00 þá notum við félagsmenn salinn, og er um að gera að leika sér saman , t.d. á hljóðfæri, syngja, eða taka í spil, setja plötu á fóninn og fá sér snúning, nú eða bara spjalla um daginn og veðrið.
Munið að föstudagar eru hattadagar….
Laugardagur 24. september.
Gátublaðinu skilað í þar til gerðan kassa í anddyri skólans, skilafrestur til kl. 17.00.
Kl. 13.00 verður spiluð félagsvist í sal skólans
Kl. 15.00 17.00 Skólinn lokaður vegna æfinga skemmtinefndar.
Kl. 17.00 Stjórn og nefndarfólk skreytir salinn, dekkar borð og gerir tilbúið fyrir kvöldið.
Kl. 19.00 Húsið opnar með fordrykk.
Kl. 20.0003.00 Borðhald, skemmtidagskrá og dansleikur með hljómsveitinni Kopar.
Veitt verða verðlaun fyrir gátulausnir, félagsvistina og bílahappdrætti.
Boðið er upp á þriggja rétta hlaðborð,sem samanstendur af:
Forréttarhlaðborð
Reyktur lax m/shantilysósa, Grafinn lax m/sinnepssósu
Sjávarréttapate m/shantilysósu Hreindýrapate m /cumberlandsósu
Brauðbar og smjör
Steikarahlaðborð:
Grillsteikt lambasteikGrísaofnsteik–Gratineraðar kartöflur
Grænmeti Villijurtasósa–Ferskt salat.
Eftirréttur:
Fromace alla fine.
Endilega að drífa sig í því að skrá sig, en skráningu þarf að vera lokið fyrir 18.sept. n.k. Það kostar 3.500,–kr. pr mann 12. ára og eldri, yngri greiða 1.750,–kr.
Nú er um að gera að fjölmenna á árshátíðina, skemmtinefndin er á fullu að æfa fyrir árshátíðina og verður gaman að fylgjast með hvað hefur rekið á fjörur þeirra úr ferðum félagsins í sumar.
Við mætum svo félagar góðir í okkar fínasta pússi, samkvæmisklæðnaði, því þetta verður flott árshátíð.