Hvítasunnuferð að Hlöðum 2011 – Dagskrá

Verð: Félagsmenn 18 ára og eldri kr. 3.000.- pr.mann. Gestir: 18 ára og eldri kr. 4.000.-  pr.mann.Þeir aðilar sem ekki hafa greitt árgjald greiða eins og gestir. Vinsamlegast hafið greiðsluna tilbúna í seðlum. Fullorðnir fá afhent merki sem þeir eru beðnir að hafa á sér alla helgina, gildir sem aðgöngumiði á skemmtun félagsins og dansleiki, einnig fáið þið kaffimiða fyrir hátíðarkaffið á hvítasunnudag, og þau börn sem fylgja hverjum og einum. Okkur hefur verið lofað að sundlaugin verði opin alla helgina.

Föstudagur 10 júní:
Við komuna að Hlöðum fá félagsmenn afhenta miða í Hvítasunnukaffið og blað með þremur gátum.  í “Stóru ferðinni” og “Lokaferðinni” verður einnig gátukeppni. Sá sem er með allar gáturnar réttar í þessum ferðum fær glæsileg verðlaun afhent á Árshátíðinni.
17:00   *Stilla upp í Félagsheimilinu fyrir kvöldskemmtun*
21.00-01:00 Hátíðin sett og félagssöngurinn sungin. Skemmtidagskrá í boði skemmtinefndar,    Dansfætur hitaðir upp með hóplínudansi. Hafið með ykkur söngbækurnar. Hljómsveit Hermanns Inga leikur fyrir dansi.

Laugardagur 11. júní:
12:00  *Félagsheimilið opnað fyrir markaðsundirbúning*
13:00     Hestamenn úr Borgarnesi mæta fyrir neðan Félgasheimilið og teyma undir börnum.
13.00–15.00 Markaður í Félagsheimilinu
15:00  *Stilla upp fyrir kvöldskemmtun*
16:00    Horfðu til himinns
17:00–19:00 Yngri kynslóðin getur spilað sína tónlist í Félagsheimilinu og rætt málin. Vinsamlegast athugið að börnin eiga að skemmta sér sjálf og eru á ábyrgð forráðamanna. Nefndarmenn eru ekki þarna á staðnum með dagskrá eða eftirlit.
22.00–02:00 Hljómsveitin “Grænir vinir” leika fyrir dansi.

Sunnudagur 12. júní: (Hvítasunnudagur)
            Gátum skilað í kassa í anddyri  Félagsheimilisins fyrir klukkan 13.00
12:30  Forsala á Bingó- spjöldum   *Stilla upp fyrir félagsvist*
13:00  Félagsvist   *Eftir félagsvist: Stilla upp fyrir kaffið*
15:00  Hvítasunnukaffi í boði félagsins.  (Munið að hafa með ykkur kaffimiðana )
16:30  Bingó, margir góðir vinningar. *Eftir bingó: Stilla upp fyrir ball*
21.00  Verðlauna afhending fyrir  gátukeppni og félagsvist.
21:15  Félagsmenn hvattir til að koma með hljóðfærin sín og spila saman.
23:00  Danslög leikin af hljómplötum.

Mánudagur 13. júní: (Annar í Hvítasunnu)
12:00   *Hjálpa til við frágang í Félagsheimili* Takk fyrir helgina og góða ferð heim!

Eftirfarandi aðilar styrkja okkur þessa helgi með gjöfum eða öðrum hætti og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, um leið og við hvetjum félagana til að nýta sér þjónustu þessara aðila.

\"\"

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *